You are here

Á döfinni

Hér verður tilkynnt um áhugaverða viðburði sem tengjast læsi

Viðburðir á komandi skólaári:

4. október

Lærdómssamfélagið - Samræða allra skólastiga

Ráðstefna um menntamál í Íþróttahöllinni á Akureyri

Þann 4. október n.k. verður haldin ráðstefna á Akureyri á vegum allra skólastiga. Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að samræðu kennara og stjórnenda af öllum skólastigum um lærdómssamfélagið. Ráðstefnan er haldin á Akureyri og boðuð í öllum símenntunarmiðstöðvum, leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á landinu.

Auglýst er eftir erindum fyrir málstofur frá fræðimönnum, kennurum, sérfræðingum skóla, kennsluráðgjöfum, og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað eftir:

1.        Fræðilegri umfjöllun eða frásögnum af birtingarmyndum lærdómssamfélagsins í íslenskum menntastofnunum

2.        Fræðilegri umræðu um tengsl skólastiga

3.        Frásögnum af nýbreytni og þróunarstörfum á öllum skólastigum

4.        Kynningu á nýlegum íslenskum rannsóknum er varða skólastarf

Í hverri málstofu verður 20-30 mínútna erindi auk 20-30 mínútna  til umræðna

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 10. september 2013. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 20. september. Fyrirlesarar á málstofum greiða ekki skráningargjald á ráðstefnuna. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með ráðstefnunni í samvinnu við Akureyrarbæ, aðildarfélög KÍ á Norðurlandi, Miðstöð skólaþróunar HA, framhaldsskólana á Norðurlandi, mennta og menningarmálaráðuneytið.

Allar nánari upplýsingar gefur Heimir Haraldsson í síma 460 5720 eða gegnum netfangið: heimir@simey.is


Október

Ljóð í leiðinni - Lestrarhátíð 2013

Markmið Lestrarhátíðar er að hvetja til lesturs, auka umræðu um bókmenntir og tungumál og síðast en ekki síst að vekja athygli á gildi orðlistar í menningaruppeldi og daglegu lífi. Lestrarhátíð verður árviss viðburður og október verður því þekktur sem mánuður orðlistar og lesturs í Reykjavík.

Hér má fylgjast með þróun dagskrár á Lestrarhátíð í Reykjavík haustið 2013
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-36412

 

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer