You are here

Námsefni

Hér er vakin athygli á námsefni tengt læsiskennslu sem komið hefur út á allra síðustu árum. Athugið að listinn er ekki tæmandi. Á eftirfarandi vefslóðum má finna ítarlegra yfirlit og upplýsingar um útgefið námsefni. 

Námsgagnastofnun  http://www.nams.is/namsefni/

Námsgagnastofnun gefur út margs konar námsgögn fyrir grunnskólann, kennslubækur, vinnubækur, kennsluleiðbeiningar, hljóðbækur, vefefni, fræðslumyndir og handbækur. Námsefni er flokkað eftir námsgreinum og aldri nemenda, sjá t.d. Krakkasíður http://www.nams.is/krakkasidur/  og Unglingasíður http://www.nams.is/unglingasidur/

Iðnmennt (Iðnú)

Á vegum Iðnmenntar er gefnar út fjöldi námsbóka sem ætlað er að stuðla að eflingu iðn-, tækni- og starfsmenntunar, sjá nánar http://www.idnu.is/component/option,com_frontpage/Itemid,46/lang,is/

Skólavefurinn http://skolavefurinn.is/

Á Skólavefurinn má finna námsefni í fjölmörgum námsgreinum fyrir alla aldurshópa, sjá nánar

Fjórir stafir í fókus

Nýtt kennsluefni, fjórar léttlestrarbækur ásamt jafnmörgum geisladiskum. Höfundur er Rannveig Lund (2013). Efnið er ætlað börnum með lestrarerfiðleika og öðrum sem eiga eftir að ná góðri sjálfvirkni í lestri, lestrartækni (umskráningu) og lesskilningi. Heiti bókanna eru: Afmælisdagur Ævars og Sæla, Réttir, Gauti, bestur í boltanum og Leyndarmálið. Heitin fela í sér staf sem er algengur í orðum bókanna, æ og é, au, ei og ey en þeir reynast mörgum erfiðir.

 • Sjálfvirkni/leshraði er annars vegar þjálfuð á tölvu og/eða ipad og hins vegar í bók. Skjáefnið er á geisladiskum.
 • Lestrartækni og lesskilningur er uppistaða í verkefnum vinnubóka sem prenta á af geisladiskum.

Allar leiðbeiningar eru á geisladiskum, m.a kennsluferlið Af skjá í bók sem hægt er að nota þar sem aðstæður leyfa. Ferlið nær til allra þátta lesfiminnar, sjálfvirkni, nákvæmni og hljóðfalls. Innsýn í texta, vinnubækur, kennsluaðferð er að finna á http://youtu.be/ZNePdx9uf70  eða  slá inn Youtube Rannveig Lund. 

Lestrarlandið. Lestrarefni fyrir byrjendur. 

Nýtt lestrarkennsluefni fyrir byrjendur. Við gerð Lestrarlandsins var lögð áhersla á að námsefnið næði til allra þátta lestrarnámsins: hljóðavitundar, umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings og ritunar. Jafnframt var lögð áhersla á að koma mætti til móts við mismunandi aðferðir og áherslur í lestrarkennslunni.

Námsefnið skiptist í eftirfarandi gögn:

 • Lestrarbók – innlögn. Á hverri opnu er kenndur einn bókstafur en við hlið hans er mynd af orði sem tengist stafnum. Í Lestrarlandinu eru tveir textar á opnu, annar fyrir börn sem eru að æfa umskráningu, en hinn erfiðari aflestrar og þarf að lesa fyrir nemendur nema þá sem þegar eru farnir að lesa. 
 • Sögubók – Sjálfstæðar sögur út frá íslenska stafrófinu.
 • Hljóðbók – Sögurnar úr sögubókinni.
 • Myndir úr lestrarbók sem nálgast má á vef.
 • Vefur þar má finna myndir úr lestrarbókinni til að varpa á vegg og nota sem grunn til að ræða saman. Velja má um hvort myndirnar eru sýndar með eða án texta. Einnig eru krækjur þar sem heyra má sögurnar lesnar. Auk þess má nálgast textann í sögubókinni og skoða hann á skjá ef óskað er. 
 • Vinnubók 1 og 2, sjá nánar   

Lesum lipurt - Sérhljóðabækur.  

Höfundur er Sigríður Ólafsdóttir (2013). Sérhljóðabækurnar eru léttlestrarbækur í  bókaflokknum Lesum lipurt. Þær eru  átta talsins. Markmiðið með bókunum er að þjálfa orða sem innihalda ákveðin sérhljóð eða tvíhljóð og er lestextinn spunninn utan um þau. Textinn er einfaldur og mikið um endurtekningar, þannig að nemandinn finnur fyrir getu sinni og sjálfstraust hans eykst. Mælt er með því bækurnar séu lesnar í númeraröð.

Orðagull 

Höfundar eru Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir (2010). Teikningar eftir Búa Kristjáonsson. Orðagull er málörvunarefni sem ætlað er að styrkja vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu orðaforða og endursögn.

Vanda málið -  heilstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig grunnskóla

Höfundar eru Baldur Hafstað, Sigurður Konráðsson, Þórður Helgason og Ingólfur Kristjánsson.

Hér er um að ræða 18 bækur (lesbækur og vinnubækur) og öflugan vefstuðning.

Bækurnar hafa að geyma fjölbreytta texta í þægilegum einingum. Verkefnin eru misþung svo að allir geti fótað sig í náminu. Vefhlutinn mun veita kennurum öflug tól í kennslunni og aukna möguleika á því að einstaklingsmiða námið, t.d. með léttari og þyngri aukaverkefnum á vefnum. Öll verkefni úr vinnubókunum verða þar í gagnvirkum búningi, allir lestextar úr lesbókunum upplesnir og hugtakabankar með öllu því sem tekið er fyrir. Efnið er unnið út frá markmiðum Aðalnámskrár grunnskólanna.

Sjá bækling með upplýsingum um efnið:http://www.skolavefurinn.is/_opid/islenska/vanda_malid/kynning/index.html

Sjá upplýsingasíðu á Skólavefnum þar sem hægt er að skoða bókina sjálfa:
http://www.skolavefurinn.is/_opid/islenska/vanda_malid/kynning/index.html

Lubbi finnur málbeinið - Íslensku málhljóðin sýnd og sungin

Nýtt námsefni ætlað til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.

Hvert málhljóð er kynnt til sögunnar með táknum (stórum og litlum stöfum), táknrænni hreyfingu, vísu á hljómdiski, hljóðstöðumynd og örsögu með fjölbreyttum orðaforða sem tengist því. Vísur eru eftir Þórarin Eldjárn og börn úr Skólakór Kársness syngja. Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti bókina.

Sögur frá Íslandi

Sögur frá Íslandi er gagnvirkur vefur á vegum Námsgagnastofnunar.  Hann er einkum ætlaður nemendum sem þurfa að læra íslensku, en hentar einnig nemendum sem þurfa að æfa lestur á mið- og unglingastigi. Honum fylgja nokkur gagnvirk  verkefni og einnig er hægt að hlusta á sögurnar, sjá nánar http://www.nams.is/sogur_fra_islandi/index.htm

Lesþjálfi - gagnvirkur vefur á vef Námsgagnastofnunar

Hann er einkum ætlaður nemendum sem eiga í erfiðleikum með lestur og þurfa mikla þjálfun og endurtekningu til að ná tökum á lestri og lestrarhraða.

Vefurinn hentar einnig nemendum sem eiga erfitt með einbeitingu og að halda athygli sinni við lesturinn.

Hann nýtist nemendum á ólíkum aldri, allt eftir því hvar þeir eru staddir í lestrarferlinu.

Lesþjálfi býður upp á:

•Að hlustað sé á textann og samtímis fylgst með honum á skjánum. 
•Að nemendur lesi textann línu fyrir línu í því skyni að bæta lestrarhraðann. 
Á vefnum má velja á milli sjö sögubóka frá Námsgagnastofnun.
Sjá nánar http://nams.is/allt-namsefni/vorunr/3492

Fimm vinir í leik og lestri - Ný lestrar- og vinnubók fyrir 1. bekk.

Út er komin ný lestrar- og vinnubók fyrir 1. bekk eftir Rannveigu G. Lund. Útgefandi er bókaúrgáfan Bjartur. Sjá nánar

Glæður, fagtímarit Félags íslenskra sérkennara. Fyrsta tölublað 2009 er helgað lestri.

Hljóðbókasíðan hlusta.is

Hljóðbókasíðan er vefsíða á vegum Skólavefsins.is, en þar er að finna  fjölbreytt úrval af hlustunarefni sem hægt er að hlusta á í tölvunni, hlaða inn á iPod eða skrifa inn á geisladiska. Sjá nánar á www.hlusta.is

Lesum og skoðum orð - Vefur

Vefurinn er gagnvirkur og unnin á vegum Námsgagnastofnunar (Hildigunnur Halldórsdóttir  er hugmyndasmiður og Sylvía Guðmundsdóttir ritstjóri). Hann miðast við að mæta áherslum í heildstæðri móðurmálskennslu í fyrstu bekkjum grunnskólans.

Möguleikar vefjarins gefa tilefni til skapandi og fjölbreyttra vinnubragða og hann má nota í samkennslu, með skjávarpa eða rafrænni töflu, og við sjálfstæða vinnu nemenda.

Velja má um verkefni sem tengjast 11 smábókum og þar eru 6 mismunandi leiðir til að fást við texta bókanna.

Kennsluleiðbeiningar og ábendingar um notkun fylgja á vefnum.

Skoða vefinn

Lestur og stafsetning - Vefur

Vefurinn Lestur og stafsetning eftir Bryndísi Skúladóttur er á vegum Námsgagnastofnunar. Honum er ætlað að þjálfa nemendur í að lesa og stafsetja léttan merkingarbæran texta. Textarnir eru byggðir á tveimur litlum sögum sem skiptast í 25 kafla. Verkefnin eru í þremur hlutum:

 • Horfa og skrifa
 • Muna og skrifa
 • Hlusta og skrifa.

Vefurinn er endurgerð á kennsluforritinu Lestur og stafsetning sem kom út árið 2001 en forritið er byggt á námsefni sem ber sama heiti og kom fyrst út 1999. Upplestur er í höndum Sigrúnar Björnsdóttur, Halldórs Gylfasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar. Myndir eru eftir Gunnar Karlsson og Böðvar Leós. Vefslóð:http://www.nams.is/lesturogstafsetning/index.htm

Bókaormar- vefur
Bókaormar BarnUng  er vefur sem nýbúið er að opna. Hann var á meðal verðlaunahafa í keppni Evrópska skólanetsins um eLearning Awards sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Brussel 6. desember 2007. 
Á honum er hægt að stofna bókaorma eins og þá sem kennarar hjálpa gjarnan nemendum sínum að búa til á veggjum kennslustofunnar. Bókaormarnir vaxa með hverri bók sem börnin lesa og skrá í orminn. Börnin segja líka nokkur orð um efni bókarinnar og mat sitt á henni. Allir sem vilja, jafnt heima og í skólanum, geta skoðað orminn og lesið. Hægt er að skoða bókaorma um allt land og raunar langt út fyrir landsteinana.
Bókaormarnir eru á vefslóðinni http://bokaormar.khi.is.

Vefur um ritfærni

Vefurinn Ritfærni er gerður fyrir elstu nemendur grunnskólans. Við gerð vefjarins er tekið mið af nýendurskoðaðri námskrá í íslensku fyrir 8.–10. bekk. Nemendur á miðstigi geta einnig nýtt sér ýmislegt á vefnum. Höfundur er Kristín Björk Gunnarsdóttir.
Sjá, http://ritfaerni.nams.is/

Um vefinn
Vefurinn Ritfærni er gerður fyrir elstu nemendur grunnskólans. Við gerð vefjarins er tekið mið af nýendurskoðaðri námskrá í íslensku fyrir 8.–10. bekk. Nemendur í framhaldsskóla og jafnvel á miðstigi grunnskólans geta einnig nýtt sér ýmislegt á vefnum.

Hugmyndafræði
Ritfærni er ætlað að svara breyttum þörfum í nútímasamfélagi með því að nýta tölvu og net sem verkfæri í ritun og skapa mótvægi við skeytastílinn sem margir hafa vanið sig á í samskiptum sín á milli. Á vefnum er lögð áhersla á vandað málfar, uppbyggingu málsgreina, mismunandi tilgang ritunar og stíganda í frásögn. Einnig er kennd ritun á vef þar sem mikilvægt er að ritunin standist almennar siðferðislegar kröfur. Í stuttu máli fjallar Ritfærni um vandaða ritun í mismunandi tilgangi.

Vefnum er skipt upp í nokkra þætti en aðaláhersla er á fræðslu um ritun og ritunarferlið sem undirstöðu undir vandaða textagerð, auk fjölbreyttra viðfangsefna. Segja má að nemandinn sé leiddur í gegnum ritunina frá upphafi til enda. Kennarar geta beint sjónum nemenda sinna að því hver sé tilgangurinn með rituninni hverju sinni, hvaða kröfur eru gerðar og hvernig afurðin á að vera í lokin. Aðgengi að efni er auðvelt og skýrt.

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer