You are here

Lesskilningsörðugleikar

  Börn sem greinast með sértæka lesskilningserfiðleika eiga öllu jöfnu auðvelt með að umskrá orð og þau lesa að því er virðist reiprennandi og hnökralaust. Þess vegna eru kennarar oft lengi að átta sig á vanda þeirra í skilningi og oft gerist það ekki fyrr en reyna fer fyrir alvöru á lesskilning eða þegar börn fara að glíma við erfiðari lestexta við 8 - 9 ára aldur eða á miðstigi grunnskóla (Nation, 2006). 

Þegar vandi barna með sértæka lesskilningserfiðleika í efri bekkjum grunnskóla er skoðaður kemur í ljós þegar betur er að gáð, að oftar en ekki eiga þessir nemendur sögu um málfrávik eða seinkaða í málþróun sem auðvelt hefði verið að bera kennsl á með skimunarprófum við upphaf skólagöngu eða strax í leikskóla (Catts, Adlof og Weismer, 2006; Adlof, Perfetti og Catts, 2011). Rannsakendur leggja ríka áherslu á hversu mikilvægt það er að bera kennsl á málvanda barna sem allra fyrst og þá helst á leikskólaaldri svo hægt sé að nýta tímann til að efla málfærni þeirra sem mest og best áður en kemur að lestrarnámi og að lesa krefjandi texta.                                                         

© Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer