You are here

Miðstig og unglingastig

Viðfangsefni í lestrarakennslu á mið- og unglingastigi ættu að beinast markvisst að því að efla lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun. Enn og aftur er gagnlegt að skrá áherslur í kennslunni inn í viðmiðunartöflu til að átta sig á hvaða áherslur gilda fyrir hvern og einn nemanda á mið- og unglingastigi. Ef hver nemandi fær kennslu miðað við sínar þarfir eru meiri líkur til þess að lestarfærni viðkomandi eflist og styrkist og að námsárangur aukist í kjölfarið.

Því miður er staðan oft þannig að þegar upp á unglingastig er komið hafa nemendur með uppsafnaðan vanda í læsisþáttum lagt árar í bát og eru hættir að leggja sig fram. Þeir hafa samþykkt ósigur sinn í náminu og bíða í og með eftir að skyldunámi ljúki (Almar Viðvik Halldórsson o.fl. 2011). Mikilvægt er að byggja upp samfellu í lestrarkennslu, frá yngstu bekkjum og upp á unglingsár. Að skólar móti sér læsisstefnu og setji fram rökstudd markmið fyrir hvert skólastig og fylgi áformum sínum  eftir með viðeigandi útfærslum og áherslum. Fylgja ætti kennslu í bókmenntum eftir með kennslu í orðaforða og lesskilningi.

Kennsla í lesskilningi hefur bein áhrif á þekkingu nemenda á ritlist og stílbrögðum höfunda svo gagnlegt getur verið að fara beint úr lesskilningskennslu yfir í ritunarverkefni þar sem þjálfaðir eru afmarkaðir þættir sem fjallað hefur verið um í lesskilningskennslunni. Um leið rifjast þeir þættir upp og festast enn betur í huga nemenda.

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer