Greining á dyslexíu fer fram í flestum skólum landsins oft í tengslum við kennsluráðgjafa á þjónustumiðstöðvum og/eða á skólaskrifstofum sveitarfélaganna, sjá nánar undir skólar.
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur sjá um þjónustu við leik- og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar s.s. leikskólaráðgjöf, sálfræðiþjónustu og nýbúaþjónustu. Þær eru:
Skólaskrifstofur sveitarfélaga sjá um sérfræðiþjónustu og faglega rekstrarstýringu skóla og bera ábyrgð á henni. Sjá upplýsingar um staðsetningu, síma og netföng skólaskrifstofa sveitarfélaganna: http://www.samband.is/template1.asp?ID=943
Aðrir aðilar sem taka að sér greiningar og ráðgjöf :
Auður Kristinsdóttir, sérkennslufræðingur greinir lestrarerfiðleika hjá börnum og fullorðnum. Hún býður jafnframt upp á ráðgjöf og kennslu í framhaldi greiningar. Sjá nánar http://www.namsadstod.is/lestrarkennsla.html eða www.lestur.is
María Inga Hannesdóttir, sérkennslufræðingur, býður upp á kennslu og ráðgjöf. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 899-6561 eða senda tölvupóst á netfangið: mariainga@simnet.is
María hefur hannað forritið Lesheimur sem er auðvelt og aðgengilegt í notkun og hjálpar þeim sem vilja bæta sig í lestri og/eða framburði á markvissan hátt.
http://www.lesheimur.is/
Rannveig G. Lund, M.Ed. í uppeldis og menntunarfræðum, veitir ráðgjöf og greinir lestrar- og stafsetningarerfiðleika hjá grunnskólabörnum, framhaldsskólanemendum og fullorðnum. Sjá nánar um Lestrarsetur Rannveigar Lund http://www.lrl.is/
Námsflokkar Reykjavíkur
Í Námsflokkum Reykjavíkur er fólki eldra en 16 ára boðið upp á grunnnám. Kennt er námsefni efstu bekkja grunnskóla í ensku, íslensku, dönsku og stærðfræði. Lögð er áhersla á að sníða námið að þörfum hvers og eins. Fólk getur því hafið nám hvenær sem er, tekið það á þeim hraða sem því hentar og lokið því hvenær sem er. Mikil áhersla er lögð á námstækni. Próf eru í boði, en eru valfrjáls.
Námið er ætlað þeim sem:
Sjá meira á eftirfarandi vefslóð: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1560
Í Námsflokkum Reykjavíkur er Reykvíkingum eldri en 16 ára einnig boðið upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Ráðgjöfin getur falist í eftirfarandi atriðum eftir þörfum hvers og eins:
Sjá nánar á vefsíðunni http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1561
Námsflokkar Hafnarfjarðar
Meginmarkmið Námsflokka Hafnarfjarðar er að:
Sjá nánar á vefsíðu þeirra: http://www.nhms.is/index.php?option=com_content&task=view&id=58&Itemid=68
Framhaldsskólar
Til að fá upplýsingar varðandi framhaldsskólanám er sennilega best að leita til námsráðgjafa eða þeirra aðila sem sjá um námsstuðning og ráðgjöf fyrir lesblinda í hverjum skóla fyrir sig. Nánari upplýsingar má yfirleitt finna á vefsíðum þeirra.
Háskólanám
Varðandi nám í háskóla er hægt að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ), sjá nánari upplýsingar hér á vefnum undir Þjónusta – Skólar – Háskólar : http://lesvefurinn.khi.is/haskolar eða á síðu skólans : http://www2.hi.is/page/namsradgjofHI
Sjá einnig vefsíðu Háskólans í Reykjavík undir Stúdentaþjónusta/námsráðgjöf HR http://www.ru.is/?PageID=2197
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer