You are here

Leikskóli

Þjónusta í leikskólum við börn með málfrávik

Skólaskrifstofur starfa og hafa verksvið samkvæmt ákvörðun þeirra sveitarfélaga, sem eiga aðild að þeim. Þær sjá um  sérfræðiþjónustu og faglega rekstrarstýringu skóla og bera ábyrgð á henni. Sjá upplýsingar um staðsetningu, síma og netföng skólaskrifstofa sveitafélaganna: http://www.samband.is/template1.asp?ID=943

Samráðsnefnd um leikskóla starfar einnig á vegum sveitarfélaganna. Henni er ætlað að vera umræðu- og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla. Sjá nánar: http://www.samband.is/template1.asp?id=1806

Sérkennsla í leikskólum byggir á lögum um leikskóla frá 1994, 6. kafla, tilheyrandi reglugerðum og samþykktum leikskólaráðs. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994078.html

Í Reykjavík starfa sérkennsluráðgjafar á þjónustumiðstöðvum í hverjum borgarhluta. Þeir veita ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu til foreldra, starfsfólks og stjórnenda leikskóla í Reykjavík um umönnun, uppeldi og þjálfun barna með sérþarfir. Leikskólastjórar bera ábyrgð á umsóknum um stuðning fyrir börn í sínum skóla og senda hana til Menntasviðs. Umsóknum fylgja greiningarniðurstöður. Sérstakt úthlutunarteymi sér um að meta umsóknir á grundvelli greininga og úthlutar til leikskóla eða barna. Sjá nánar http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1730/

Í Aðalnámskrá leikskóla frá 1999 segir að leggja beri áherslu á málrækt:
 - í samtölum,
 - með krefjandi spurningum,
 - með því að lesa fyrir barnið,
 - segja því sögur,
 - kenna því kvæði og þulur. 

Einnig skal hvetja barnið til að spyrja, segja frá og hlusta með athygli.  Málörvun á að flétta inn í sem flesta þætti leikskólastarfsins.  Einkum á að nota leikinn í þessu skyni en ótal aðrar stundir í dagsins önn eru vel fallnar til málörvunar. Það er því óhætt að fullyrða að málörvun á sér stað í öllum athöfnum leikskólastarfsins

Frávik í málþroska

Vakni grunur um frávik í málþroska fer íhlutun strax af stað í leikskólanum.  Sé það mat leikskólakennara og foreldra er send beiðni um að fram fari málþroskamat til sérfræðiþjónustu leikskóla í viðeigandi þjónustumiðstöð.  Það fer síðan eftir niðurstöðum greiningar hvort barnið eigi rétt á að fá stuðningstíma frá Leikskólasviði og einnig hvort barnið þurfi á talkennslu talmeinafræðings að halda
                                     (Upplýsingar frá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar).

 © Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer