Hægt er að hlusta á textann með því að smella á spilarann neðst á síðunni.
Vísbendingar í talmáli
- Málerfiðleikar enn til staðar.
 - Ber nöfn á fólki og stöðum rangt fram og sleppir orðhlutum.
 - Erfiðleikar við að endurheimta orð úr minni.
 - Vantar tungulipurð, erfitt með að hafa svör á hraðbergi.
 - Skilur meira en máltjáning segir til um.
 - Hikar við að nota orð sem geta verið rangt fram borin.
 
Vísbendingar í lestri
- Hefur áður átt við lestrar- og stafsetningarörðugleika að glíma.
 - Lestur orðinn nákvæmari með aldrinum en krefst ennþá mikillar orku.
 - Lítil lesfimi/hraði.
 - Finnst erfitt að lesa upphátt, reynir að komast hjá aðstæðum þar sem þess þarf.
 - Erfiðleikar við að lesa óalgeng eða sjaldgæf orð eins og nöfn á fólki, götunöfn, rétti á matseðlum.
 - Viðvarandi lestrarerfiðleikar.
 - Setur inn styttingar í stað orða og á í erfiðleikum með að þekkja aftur orð sem nýbúið er að lesa.
 - Þreytist við lestur.
 - Les flest lesefni hægt.
 - Á erfitt með fjölvalsspurningar/krossapróf.
 - Þarf að eyða miklum tíma í nám og námstengd verkefni.
 - Þarf oft að fórna félagslífi fyrir námið.
 - Tekur myndasögur og bækur með myndum fram yfir aðrar bækur.
 - Velur frekar bækur sem hafa tiltölulega fá orð á hverri blaðsíðu.
 - Les sér ekki til ánægju.
 - Erfiðleikar við stafsetningu, velur einföld orð sem auðvelt er að stafsetja.
 - Á erfitt með að læra runur utan að.
 
© Helga Sigurmundsdóttir og Steinunn Torfadóttir